Skip to main content

„Upp, upp“ – Prófastsdæmið og Stoppleikhópurinn

Eftir nóvember 13, 2014janúar 10th, 2020Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi hefur gerst aðalstyrktaraðili nýs leikrits Stoppleikhópsins um uppvaxtarsögu sr. Hallgríms Pétursson. Sýningin, sem ber titilinn „Upp, upp“,  er miðuð við ungmenni en hefur verið að hitta í mark hjá öllum þeim sem hafa farið að sjá. Söfnuðir og skólar innan prófastsdæmisins hafa fengið forskot á sæluna með að sjá verkið og nú mun leikhópurinn fara með það um landið allt. Handritshöfundur og leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Leikarar eru Eggert Kaaber, Katrín Þorkelsdóttir og Valgeir Skagfjörð.  Kjalarnessprófastsdæmi er ánægt með að styðja við slíkt verkefni enda er saga Hallgríms samofin svæðum innan prófastsdæmisins og á skáldið 400 ára afmæli á þessu ári.

Þeim sem hafa áhuga á að fá verkið til sýninga er bent á að hafa samband við Eggert Kaaber – eggert (hjá)centrum.is