Skip to main content

Úrslit: Hönnunarsamkeppni í prófastsdæminu

Eftir desember 14, 2014janúar 10th, 2020Fréttir

Fimmtudaginn 11. desember var tilkynnt um sigurvegara í hönnunarkeppni um nýtt safnaðarheimili Ástjarnarkirkju. Alls höfðu 11 tillögur höfði borist en sigurvegarinn var Arkís arkitektar ehf. Til grundvallar tillögunni var hugmyndin um kirkjuna sem þjón sem birtist í því að safnaðarheimilisbyggingin hefur forgang í byggingarframkvæmdum Ástjarnarsóknar. Margir voru mættir til að skoða vinningstillöguna og þar á meðal prófasturinn í Kjalarnessprófastsdæmi og eiginkona hans enda hafa þau um langa tíð verið áhugafólk um arkitektúr kirkjubygginga og trúarlegra rýma.