Skip to main content

Unglingar vaka með Kristi

Eftir apríl 3, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Vaktu með Kristi er næturlöng dagskrá fyrir ungt fólk í æskulýðsstarfi kirkjunnar sem er haldin aðfararnótt föstudagsins langa. Að þessu sinni er næturvakan haldin í Neskirkju. Unglingarnir og leiðtogar þeirra leiða hugann að atburðum næturinnar þegar Jesús var svikinn og samfélaginu sem hann átti með lærisveinum sínum.

Vaktu með Kristi hefst kl. 22 á skírdagskvöldi og lýkur klukkan 8 að morgni föstudagsins langa.

Uppbygging vökunnar er tvíþætt. Annars vegar eru helgistundir í kirkjunni og hins vegar er hægt að taka þátt í fjölbreyttri dagskrá þar sem ýmislegt er í boði, svo sem listsmiðja, söngur, leikir, afslöppunarherbergi, sjónvarpsherbergi. Æskulýðsfélögin sem taka þátt í vökunni munu einnig standa fyrir margvíslegri dagskrá.

Að Vaktu með Kristi standa Æskulýðssamband þjóðkirkjunnar, Æskulýðssamband kirkjunnar  í Reykjavíkurprófastsdæmum og Æskulýðsnefnd Kjalarnessprófastsdæmis.