Skip to main content

Vaxandi starf í vaxandi sókn: Vísiterað í Lágafellssókn

Eftir nóvember 19, 2014janúar 10th, 2020Fréttir

Í gær, þann 18. nóvember vísiteraði Kjalarnessprófastur, Dr. Gunnar Kristjánsson Lágafellssókn. Prófastur er vel kunnugur málefnum sóknarinnar enda deilir hann húsnæði með safnaðarheimili hennar og starfsmönnum og eru dagleg samskipti því mikil þar á milli. Ljóst er að miðað við íbúafjölda þá býr söfnuðurinn við smáar (en vissulega fallegar) kirkjur og safnaðarheimili sem er tengt hvorugri kirkjunni. Þetta hefur verið söfnuðinum áskorun en samt sem áður þá er starfið í vexti, alveg eins og byggðalagið sjálft, sem vex ár frá ári. Nefndu fundarmenn um að þau finndu fyrir miklum hlýhug og velvilja frá fólki í garð kirkjunnar í sókninni. Prófastur kom, af þessu tilefni, inn á efni sem hann hefur áður nefnt á fyrri vístasíufundum. Honum virðist að þrátt fyrir að kirkjan sem stofnun sé á tíðum með vindinn í fangið þá sæki kirkjan heima í héruðunum sífellt í sig veðrið.