Vel heppnað prédikunarseminar – myndir

Eftir október 17, 2011 janúar 10th, 2020 Fréttir

Í síðustu viku var haldið árlegt prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti. Þar hlustuðum við á góða fyrirlestra dr. Wilfried Engemann um sýnina á manneskjuna í helgihaldinu og um ást og frelsi sem meginstef prédikunarinnar.
Magnús Erlingsson

Við hlustuðum líka á fjórar prédikanir þar sem lagt var út frá altaristöflunum í kirkjum prestanna og áttum gagnlegt samtal um þær, með því að styðjast við greiningarskema sem gengur út frá innihaldi sem og samskiptaþætti prédikunarinnar.

Þá er ótalið skemmtilegt innlegg Guðmundar Andra Thorssonar sem ræddi orðið frá ýmsum hliðum í spjalli við arineld í setustofu Skálholtsskóla.

Myndir frá prédikunarseminarinu.