Skip to main content

Vel heppnaðri ráðstefnu lokið

Eftir september 2, 2015janúar 10th, 2020Fréttir

   Vel heppnaðri ráðstefnu með Nadiu Bolz-Weber of Jodi Houge er nú lokið. Prestar og djáknar Kjalarnessprófastsdæmis fengu, ásamt öðrum starfsfólki Þjóðkirkjunnar, að njóta fyrirlestra  og samfélags hvert frá öðru. Margt kom fram hjá fyrirlesurunum sem vakti til umhugsunar og verður vonandi að gagni þeim sem á hlýddu.  Það er Kjalarnessprófastsdæmi sönn ánægja að hafa verið samstarfsaðili þessarar ráðstefnu og hafa getað boðið prestum sínum og djáknum til hennar, þeim að kostnaðarlausu. Í lok ráðstefnunnar þjónuðu fyrirlesararnir, Nadia og Jodi, síðan fyrir altari á í kraftmikilli messu sem var öllum opin. Meðfylgjandi mynd var tekin við það tilefni. Myndasmiður er Árni Svanur Daníelsson