Skip to main content

Vinnustofa um sorgarviðbrögð og eftirfylgd

Eftir september 14, 2015janúar 10th, 2020Fréttir

Í dag bjóða prófastsdæmin á SV-horninu, í samstarfi við fagfólk í líknarþjónustu Landspítala, upp á vinnustofu fyrir presta, djákna og annað starfsfólk um sorg, sorgarviðbrögð og eftirfylgdarvinnu. Fyrirlesari verður dr. Ruthmarijke Smeding sem hefur áratuga reynslu af því að kenna fagfólki. Þegar hafa margir prestar og djáknar úr Kjalarnessprófastsdæmi skráð sig til þátttöku.