Skip to main content

Prófastur í Njarðvíkurprestakalli

Eftir nóvember 7, 2014janúar 10th, 2020Fréttir

Kjalarnessprófastur, Dr. Gunnar Kristjánsson, vísiteraði Njarðvíkurprestakall í gær, þann 6. nóvember. Í Njarðvíkurprestakalli eru einar þrjár sóknir og þannig var nóg að ræða og taka út. Vel var tekið á móti prófasti og hafði hann á orði að sóknarprestur, sr. Baldur Rafn, væri með gott fólk með sér til að sjá um málefni kirkjunnar í öllum sóknum. Ýmislegt hafði bæst við kost kirknanna, bæði með munum, framkvæmdum og viðgerðum sem var fróðlegt að heyra af og gaman að sjá. Það gerðist því skiljanlega að vísitasían drógst vel á langinn og var því orðið áliðið þegar prófastur kvaddi sóknarprest og sóknarnefndarfólk við Njarðvíkurkirkju, margs vísari um stöðu mála í Njarvíkurprestakalli.