Við sem unnum og vinnum við æskulýðsstarf kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi ætlum að hittast og fagna sumarkomu og taka stöðuna á nokkrum málum á vor- og uppskeruhátíð æskulýðsstarfsins í næstu viku.
Hátíðin verður þriðjudaginn 21. maí í safnaðarheimilinu í Sandgerði og hefst kl. 18. Á dagskrá er samtal um æskulýðsstarfið í kirkjunni: möguleika, styrkleika, veikleika, áhyggjur og gleði.
M.a. tökum við fyrir söng- og tónlistarmál, þjónandi forystu og eflingu æskulýðsstarfsins. Við borðum saman kvöldmat og eigum saman helgistund.
Allir sem vinna við æskulýðsstarf í söfnuðunum eru velkomnir. Prestar og umsjónarfólk er sérstaklega beðið um að láta þetta berast til sjálfboðaliða sem eiga þessa umbun sannarlega skilið að loknum vetri.
Til að auðvelda undirbúning þarf að melda sig til þátttöku, vinsamlegast verið búin að því fyrir hvítasunnuhelgina, þ.e. ekki seinna en föstudaginn 17. maí, með því að senda skeyti á sr. Kristínu Þórunni héraðsprest: kristin.tomasdottir@kirkjan.is