Skip to main content

Vorfundur með nýkjörnum biskupi

Eftir maí 7, 2012janúar 10th, 2020Fréttir

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir sem var kjörin biskup Íslands, verður gestur á vorfundi Kjalarnessprófastsdæmisins, miðvikudaginn 9. maí næstkomandi. Á fundinum verður rætt um starfið í prófastsdæminu, stöðu mála og  það sem er framundan, sýnina á erindi þjóðkirkjunnar og brýnustu verkefni hennar.

Sr. Agnes Sigurðardóttir

Prestar, djáknar og formenn sóknarnefnda eru boðaðir sérstaklega á fundinn, en hann er opinn fulltrúum í sóknarnefndum og starfsfólki sóknanna í prófastsdæminu. Vinsamlegast til kynnið þátttöku til héraðsprests með tölvupósti á arni.svanur.danielsson@kirkjan.is fyrir hádegi á miðvikudeginn.

X