Skip to main content

Vortónleikar Gospelkórs Jóns Vídalíns

Eftir maí 18, 2011janúar 10th, 2020Fréttir

Gospelkór Jóns Vídalíns fagnar fimm ára afmæli sínu um þessar mundir og heldur glæsilega tónleika í kvöld, 18. maí í hátíðarsal Fjölbrautarskóla Garðabæjar kl. 20. Þar ætlar kórinn meðal annars að syngja lög eftir Kirk Franklin, Celine Dion, Justin Bieber og Óskar Einarsson.
Æskulýðsdagurinn í Vídalínskirkju

Í Gospelkórnum eru þrjátíu og fimm ungmenni á aldrinum 16-25 ára. Kórinn er samstarfsverkefni Fjölbrautarskólans í Garðabæ og Vídalínskirkju. Tómas Oddur Eiríksson er formaður kórsins og æskulýðsfulltrúi við Vídalínskirkju.

„Ég kom inn í þetta haustið 2007 svo að þetta er fjórða árið mitt. Jóna Hrönn sóknarprestur er aðalmanneskjan á bakvið kórinn en ég er milliliður í samskiptum hennar við kórinn þegar hún kemst ekki á æfingar og svo græja ég hin ýmsu mál fyrir tónleika. Það krefst gríðarlegs undirbúnings að halda svona stóra tónleika“ segir Tómas Oddur.

Kórinn kemur fram við hin ýmsu tækifæri. „Síðastliðin sunnudag fórum við á milli hjúkrunarheimila í Garðabæ og Hafnarfirði og héldum gleðistund. Fluttum lofgjörð og fórum með gamanmál.“ Tómas segir að það hafi verið gert til að færa þeim tónlistina sem eiga ekki auðvelt með að komast á tónleikana á miðvikudaginn.

Ingvar Alfreðsson er kórstjóri og píanóleikari. Hann stýrir jafnframt hljómsveitinni sem er skipuð þeim Brynjólfi Snorrasyni trommuleikara, Jóhanni Ásmundssyni bassaleikara, Jóhannesi Þorleikssyni trompetleikara, Kjartani Baldurssyni gítarleikara og Smára Alfreðssyni sem leikur á saxófón.