Skip to main content

Haustdagskrá prófastsdæmisins

Eftir september 1, 2020Fréttir

Dagskrá prófastsdæmisins fyrir árið 2020 er að finna á https://kjalarpr.is/dagatal/, m.a. dagsetningar funda, samvera oþh. Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis sem var frestað í vor verður í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 29. október, kl. 17:30. Auk þess er á dagskrá prófasts að vísitera söfnuði prófastsdæmisins og að því tilefni vera með sameiginlegar messur á Suðurnesjum, Hafnarfirði og Garðabæ.

Í gildi eru takmarkanir á samkomubanni sem eru í stöðugu endurmati og miðað við óbreyttar takmarkanir stendur dagskráin óbreytt, en tekið er mið af gildandi ráðstöfunum á fundum og viðburðum á vegum prófastsdæmisins, s.s. um almenna nálægðartakmörkun, fjöldatakmarkanir oþh.