Skip to main content

Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis 2022

Eftir mars 15, 2022Fréttir

Eliza Reid flytur ávarp í Vídalínskirkju | Forseti.isHéraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður fimmtudaginn 17. mars í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Garðabæ og hefst með helgistund kl. 17:30.

Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum, einnig kirkjuþingsmönnum prófastsdæmisins og fulltrúum prófastsdæmisins á leikmannastefnu ber að sækja héraðsfund. Annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu með málfrelsi og tillögurétt og fundurinn er jafnframt opin öllu áhugafólki um kirkjulegt starf.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 • Helgistund
 • Fundarsetning – kosning fundarstjóra og ritara
 • Yfirlitsræða prófasts: skýrsla héraðsnefndar
 • Ársreikningar héraðssjóðs til samþykktar
 • Starfsáætlun héraðsnefndar lögð fram til samþykktar
 • Starfsskýrslur
  • héraðsprests
  • tónlistarnefndar
  • sókna
  • ársreikningar sókna og kirkjugarða
 • Mál er varða kirkjuþing
 • Samþykktir prestastefnu og leikmannastefnu kynntar
 • Ákvörðun um greiðslur til kjörinna héraðsnefndarmanna
 • Sameiginleg mál sóknarnefnda er varða rekstur og starfsmannahald
 • Kosningar
 • Aðrar kosningar
 • Önnur mál – Hrannar Bragi Eyjólfsson fjallar um minni séra Braga Friðrikssonar. Líf og starf Garðaklerks og kynning á ævisögu hans.

Fundurinn er samkvæmt starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 965/2006.