Skip to main content

Kirkjuskipan 2011: Kölluð til þjónustu við Guð og heiminn

Eftir ágúst 29, 2011Kirkjuskipan 2011

Hópur frá Kirkjuþingi og Kjalarnessprófastsdæmi er í Hannover að kynna sér stjórnhætti og skipulag EKD, þýsku mótmælendakirkjunnar. Á gær, sunnudag, tók hópurinn þátt í guðsþjónustu safnaðarins í Herrenhäuser kirkju og ræddi síðan við heimafólk.

Komfirmanden-Gottesdienst am 15. März 2009

Sunnudagurinn í gær var tileinkaður Ísrael og samtali kristinna og gyðinga. Prédikunin og bænahald sótti innblástur í þetta þema. Presturinn, dr. Schneider flutti langa og lærða prédikun þar sem hún lagði m.a. út af táknmáli kirkjubyggingarinnar sem er sótt í sögur Gamla testamentisins en ekki síður Opinberunarbók Jóhannesar.

Höfuðprýði lútherskrar guðsþjónustu er prédikunin – en einnig tónlistararfurinn. Þetta tvennt var til staðar og til mikillar prýði í Herrenhäuser kirkjunni í gær en organistinn lék til að mynda Tokkötu og fúgu í d-moll eftir J.S. Bach í upphafi guðsþjónustunnar. Stór kór söng við helgihaldið í gær og leiddi söfnuðinn í sálmasöng auk þess sem hann flutti tónverk og leiddi litúrgísk svör.

Þátttakan í guðsþjónustunni minnti íslenska hópinn á hvað kirkjan getur verið opin og alþjóðleg – það er sama hvort við sækjum guðsþjónustu í Hannover eða Hafnarfirði, þar erum við kölluð saman til tilbeiðslu og íhugunar Guðs orðs, í gegnum tónlist og boðun orðsins, og send út til að þjóna heiminum. Guðsþjónustan þjónaði einnig þeim tilgangi að næra og styrkja fyrir vinnu komandi daga þegar starfskynningin hefst.

Kirkjuskipan 2011 er verkefni á vegum Kjalarnessprófastsdæmis. Kirkjuþingsfulltrúar kynna sér starfsemi og stjórnsýslu þýsku kirkjunnar. Kynnisferð til Hannover er unnin í samstarfi við EKD.