Þessi misserin er mikil afmælatíð í Kjalarnessprófastsdæmi. Hafnarfjarðarkirkja hefur nýverið fagnað 100 ára afmæli sínu og sömuleiðis Keflavíkurkirkja sem einnig er orðin aldargömul. Á þessu ári eru ennfremur tvö önnur afmæli. Mosfellskirkja verður 50 ára í apríl og Vídalínskirkja 25 ára síðar á árinu.
Á síðasta fundi héraðsnefndar Kjalarnessprófastsdæmis var ákveðið að setja upp skema sem auðveldar umsækjendum að sækja um í héraðssjóð og sem auðveldar héraðsnefnd að meta umsóknir. Héraðsnefnd hefur ákveðið að í umsóknum til héraðssjóðs fari best á því að eftirfarandi kæmi fram:
Umsækjandi:
Nafn, kennitala, sími, vefpóstfang, bankaupplýsingar. Einnig þarf að koma fram hver er ábyrgðarmaður verkefnisins og umsóknarinnar.
Um verkefnið
Greinargerð um verkefnið þarf að fylgja
Fjárhagsáætlun
Í fjárhagsáætlun skal koma fram: heildarkostnaður, upphæð sem sótt er um og sundurliðuð fjárhagsáætlun eftir því sem á við. Einnig aðrir fengnir eða áætlaðir styrkir, eigið fé o.s.frv.
Fylgiskjöl:
Þau fylgiskjöl mega endilega fylgja sem geta hjálpað héraðsnefnd við ákvarðanatöku sína
Næsti fundur héraðsnefndar verður 9. apríl 2015
Í gegnum tíðina hefur Kjalarnessprófastsdæmi verið iðið við bókaútgáfu, prestum og leikmönnum til uppbyggingar. Nú hefur prófastsdæmið samið við Skálholtsútgáfu um að sjá alfarið um dreifingu og sölu á bókum sem prófastsdæmið hefur gefið út. Þarna eru góðar og mikilvægar bækur á borð við Þjónar í húsi Guðs -handbók, Á mælikvarða mannsins – leiðir til samtímalegrar predikunar, Orðið er laust – um predikun í samtímanum og Siðbótarrannsóknir á tímamótum. Fólk getur því hér eftir verið í sambandi við Kirkjuhúsið og Skálholtsútgáfu ef þessi tilteknu rit vantar í safnið. Kjalarnessprófastsdæmi hvetur alla eindregið sem starfa við kirkjulega þjónustu, predikun eða guðfræði til að nálgast ritin.
Nýlegar athugasemdir