Opið málþing á vegum Framtíðarhóps kirkjuþings og Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið í Vídalínskirkju í Garðabæ, mánudaginn 1. október. Á málþinginu verður glímt við spurningar á borð við:
- Á að vera ákvæði um þjóðkirkju í stjórnarskrá?
- Hvað merkir Já og hvað merkir Nei í komandi þjóðartkvæðagreiðslu?
- Samræmist þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá grunngildum samfélagsins á borð trúfrelsi, jöfnuð og sanngirni?
Til að auðvelda sem flestum þátttöku er málþingið haldið tvisvar sama daginn, kl. 13-15 og 20-22. Nánar
Nýlegar athugasemdir