Skip to main content
Monthly Archives

desember 2023

„Vil ég mitt hjartað vaggan sé“ – Jóladagatalið 2023

Eftir Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi í samstarfi við Þjóðkirkjunar stendur nú í fjórða skiptið fyrir jóladagatali. Yfirskrift dagatalsins í ár er: „Vil ég mitt hjartað vaggna sé“ og er sótt í sálm nr. 30 eftir Einar Sigurðsson frá Heydölum, sem er elsti íslenski jólasálmurinn í Sálmabókinni.

Fyrir hvern dag desember fram að jólum opnum við nýjan glugga með uppörvandi myndbandi þar sem fólk með margskonar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um boðskap og innihald aðventunar. Myndböndin eru tekin upp í kirkjum á Suðurnesjum, Hafnarfirði, Garðabæ, Álftanes og Kjós, einnig á Suðurlandi og Norðvesturlandi. Jóladagatalið má finna hér Facebókasíðu prófastsdæmisins.

Í fyrsta myndbandinu fjallar sr. Elínborg Gísladóttir, sóknarprestur í Grindavíkurkirkju, um þá óvenjulega stöðu sem margir Grindvíkingar eru núna í að eiga ekki kost á að vera heima um jól og aðventu og hvar finnum við þá frið og vöggu Jesúbarnsins.

Markmiðið með jóladagatalinu er að minna á boðskap aðventunnar sem er tími vonar og eftirvætingar þegar við íhugum hvað gefur lífinu gildi og tilgang og sýna kirkjurnar okkar í jóla- og aðventubúningi.

Njótum aðventunnar.