Skip to main content
Monthly Archives

maí 2012

Nýtt tímabil í kirkjunni – ávarp á vorfundi

Eftir Fréttir

Ég býð ykkur öll velkomin á þennan fund. Að þessu sinni varð það að ráði að sameina hefðbundna vorfundi presta og leikmanna, en fundurinn er opinn öllu sóknarnefndafólki, organistum og öðrum sem sýnt hafa áhuga á að koma, svo lengi sem húsrúm leyfir. Nánar

Æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar skipuð

Eftir Fréttir

Kirkjuráð hefur nú skipað nýja æskulýðsnefnd þjóðkirkjunnar. Er það gert samkvæmt ályktun Kirkjuþings 2011. Í nefndinni eiga sæti fulltrúar úr öllum prófastsdæmum auk fulltrúa frá Æskulýðssambandi þjóðkirkjunnar og frá Biskupsstofu. Fulltrúi Kjalarnessprófastsdæmis eru sr. Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Útskálum, og Torfey Rós Jónsdóttir. Nánar

Beðið fyrir kirkju og þjóð á krossgötum

Eftir Fréttir

Hinn almenni bænadagur er að venju haldinn 5. sunnudag eftir páska, sem nú er hinn 13. maí. Á hinum almenna bænadegi er löng hefð fyrir því að söfnuðir landsins sameinist um eitt fyrirbænarefni. Að þessu sinni er yfirskrift bænadagsins: „Biðjum fyrir kirkju og þjóð á krossgötum.“ Nánar

Vorfundur með nýkjörnum biskupi

Eftir Fréttir

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir sem var kjörin biskup Íslands, verður gestur á vorfundi Kjalarnessprófastsdæmisins, miðvikudaginn 9. maí næstkomandi. Á fundinum verður rætt um starfið í prófastsdæminu, stöðu mála og  það sem er framundan, sýnina á erindi þjóðkirkjunnar og brýnustu verkefni hennar. Nánar