Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næsta sunnudag, 1. mars, en hann hefur verið haldinn fyrsta sunnudag marsmánaðar í meira en 60 ár. Á þeim degi er athyglinni einkum beint að börnum og unglingum og þau taka virkan þátt í helgihaldi kirkjunnar. Nú eins og undanfarin ár stendur Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi fyrir söfnun til styrktar byggingu steinhúsa fyrir munaðarlaus börn í Úganda í samstarfi við Hjálparstarf kirkjunnar. Nánar
Aðalfundur Æskulýðssamband kirkjunnar í Kjalarnessprófastsdæmi verður fimmtudaginn 20. febrúar, kl. 18:00 í safnaðarheimili Lágafellssóknar, Þverholti 3, 3h., Mosfellsbæ. Allt áhugafólk um kristilegt barna- og unlingastarf eru hjartanlega velkomin.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa mun Erna Kristín Stefánsdóttir mun fjalla um líkamsvirðingu og að elska sjálfan sig.
Ný heimasíða Kjalarnessprófastsdæmis hefur verið tekin í notkun sem nú er líka orðin snjallvæn. Hönnun og uppsetning síðunnar var í höndum Allra Átta, sem hefur sérhæft sig í vefsíðugerð, leitarvélabestun, wordpress vefhýsingu og allri almennri markaðssetningu á netinu.
Við þökkum fyrir nýja vefinn.
Nýlegar athugasemdir