Skip to main content
Monthly Archives

desember 2014

Gleðileg jól

Eftir Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi óskar öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Það minnir einnig á að prófastur, dr. Gunnar Kristjánsson, mun predika í Hafnarfjarðarkirkju á jóladag kl.11 og mun vera hægt að hlýða á guðþjónustuna á Rás 1.

Aðventufundur presta og djákna

Eftir Fréttir

Prófastur bauð prestum og djáknum Kjalarnessprófastsdæmis til aðventufundar í Hafnarborg í Hafnarfirði föstudaginn 12. desember. Ætlunin var sameiginleg uppbygging og samtal í sambandi við þann mikla undirbúning fyrir jólahátíðina sem stendur yfir í öllum kirkjum prófastsdæmisins. Prófastur hélt tölu um jólaguðspjallstextana þar sem hann staðnæmdist sérstaklega við tvö þemu: 1. Hið tímalausa heilagleikahugtak og 2. hið pólitíska inntak jólaguðspjallsins. Umræður fóru fram um erindið en líka önnur mál, fræðileg og praktísk, sem prófastur vildi að yrðu rædd. Góður samhljómur var hjá fundarfólki.

Úrslit: Hönnunarsamkeppni í prófastsdæminu

Eftir Fréttir

Fimmtudaginn 11. desember var tilkynnt um sigurvegara í hönnunarkeppni um nýtt safnaðarheimili Ástjarnarkirkju. Alls höfðu 11 tillögur höfði borist en sigurvegarinn var Arkís arkitektar ehf. Til grundvallar tillögunni var hugmyndin um kirkjuna sem þjón sem birtist í því að safnaðarheimilisbyggingin hefur forgang í byggingarframkvæmdum Ástjarnarsóknar. Margir voru mættir til að skoða vinningstillöguna og þar á meðal prófasturinn í Kjalarnessprófastsdæmi og eiginkona hans enda hafa þau um langa tíð verið áhugafólk um arkitektúr kirkjubygginga og trúarlegra rýma.