Fjölbreytt helgihald er í kirkjum prófastsdæmisins um hátíðirnar. Nánar
Í sunnudagsviðtali um von rekur Anna M. Þ. Ólafsdóttir sögu stúlku frá Úganda sem var vonarberi fyrir fjölskylduna sína. Hún fékk tækifæri til að mennta sig og gat þannig hjálpað systkinum sínum til að eiga betri framtíð. Anna minnir líka á að það gefur okkur heilmikla von að geta gefið öðrum von. Nánar
Nú er hægt að horfa á myndböndin í jóladagatalinu Að vænta vonar hér á vefnum. Í dagatalinu mætum við 24 vonarberum sem hvetja okkur áfram í dagsins önn. Vonarberarnir koma víða að, þau deila reynslu sinni með áhorfendum og segja í stuttu máli hvernig aðventan vekur þau til umhugsunar um vonina í lífinu.
Árlega hittast prestar í Kjalarnessprófastsdæmi til undirbúnings fyrir prédikanir jóla og áramóta. Þetta árið var engin undantekning þar á og leiddi prófastur Kjalarnessprófastsdæmis, dr. Gunnar Kristjánsson, spjall um texta jólanna og prédikunarvinnu fyrir stórhátíðina, undir Esjuhlíðum á ægifögrum desembermorgni.
Nýlegar athugasemdir