Í Loccum mætast gamli og nýi tíminn. Þar stendur klaustur frá 13. öld sem zistersíensarmunkar stofnuðu. Í dag er þar miðstöð starfsmenntunar presta og um 100 prestar stunda þar nám að jafnaði.
Á öðrum vinnudegi tók íslenski kirkjuþingshópurinn þátt í dagskrá á skrifstofu landskirkjunnar í Hannover fyrri partinn og í kirkjuamti EKD seinni partinn. Nánar
Á fyrsta vinnudegi tók íslenski kirkjuþingshópurinn þátt í fjölbreyttri kynningardagskrá í höfuðstöðvum EKD, þýsku mótmælendakirkjunnar, í Hannover. Nánar
Hópur frá Kirkjuþingi og Kjalarnessprófastsdæmi er í Hannover að kynna sér stjórnhætti og skipulag EKD, þýsku mótmælendakirkjunnar. Á gær, sunnudag, tók hópurinn þátt í guðsþjónustu safnaðarins í Herrenhäuser kirkju og ræddi síðan við heimafólk. Nánar
Kjalarnessprófastsdæmi og Evangelische Kirche in Deutschland (EKD) standa að fræðslu- og kynnisferð kirkjuþingsfulltrúa til höfuðstöðva EKD dagana 29.-31. ágúst. Í ferðinni fer fram kirkjuréttarleg kynning á starfsemi sambandslandskirknanna (Landeskirche) í Hannover. Nánar
Það er andstætt hagsmunum kirkjunnar að ósátt ríki um skipan trúmála í landinu. Þess vegna þarf að finna nýjar leiðir til að tjá aðkomu hins opinbera að málefnum trú- og lífsskoðunarfélaga. Nánar
Haustnámskeið kirkjustarfsins eru haldin víða um land. Þau eru ætluð prestum, djáknum, sunnudagaskólakennurum, æskulýðsleiðtogum, organistum og öðru starfsfólki í safnaðarstarfi. Sjálfboðaliðar og fulltrúar í sóknarnefndum eru sérstaklega velkomnir. Nánar
Árlegur haustfundur prófasts með prestum og djáknum í Kjalarnessprófastsdæmi verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst í safnaðarheimili Lágafellskirkju. Haustfundirnir fjalla um málefni safnaðanna í upphafi vetrarstarfs en einnig eru tekin til umfjöllunar sérstök mál hverju sinni. Nánar
170 krakkar eru nú á vikulöngu fermingarnámskeiði í Hafnarfjarðarkirkju sem markar upphaf fermingarstarfsins í vetur. Nánar
Nýlegar athugasemdir