Dr. Gunnar Kristjánsson segir okkur frá tilurð menningardagsins í Kjalarnessprófastsdæmi.
Skapandi forysta miðar að því að hjálpa fólki til þess að leysa úr læðingi þann sköpunarkraft sem í því býr. Nánar
Haustfundir presta og sóknarnefndarfólks með prófasti, fjölluðu um málefni þjóðkirkjunnar á landsvísu og heima í héraði. Söfnuðirnir vilja styrkja starfið í heimabyggð og efla samstarfsvettvang til að mæta þrengri fjárhag og erfiðu starfsumhverfi. Nánar
Prédikunarseminar Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti sem haldið hefur verið undanfarin ár verður að þessu sinni 10. – 12. október. Aðalfyrirlesari verður Wilfried Engemann sem ræðir í erindum sínum m.a. um samtalsprédikanir og mannskilning í málfari helgihaldsins. Nánar
Þann 31. október verður blásið til hátíðar í Kjalarnesprófastdæmi. Þá verður menningardagurinn ,,Opnar kirkjur“ haldinn hátíðlegur í öllum kirkjum prófastdæmisins. Hér birtast nokkrar skemmtilegar myndir úr starfinu okkar í Lágafellsókn, njótið og takið daginn frá.
Árlegur aðventufundur prófasts með prestum og djáknum þar sem jólatextarnir verða krufnir, verður haldinn í Esjustofu á Kjalarnesi 3. desember. Þetta er ómissandi undirbúningur við vinnslu jólaprédikananna.
Þessu málþingi er frestað fram yfir áramót. Nánari upplýsingar koma er nær dregur. Nánar
Nýlegar athugasemdir