Farskóli leiðtogaefna sem hefur unnið sér fastan sess í leiðtoganámi kirkjunnar hefur nú göngu sína að nýju. Námskeiðið er miðað við áhugasama unglinga á aldrinum 15-17 ára sem aðstoða í starfi eða hafa hug á að starfa með börnum og/eða unglingum innan kirkjunnar. Nánar
„Purpose-driven“ safnaðaruppbygging eins og sú sem er stunduð í Saddleback kirkjunni í Kaliforníu, er viðfangsefni námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju 18. október n.k. Nánar
Mannskilningur í helgihaldi og prédikun er viðfangsefni níunda prédikunarseminars Kjalarnessprófastsdæmis í Skálholti. Segja má því að guðfræði og mannfræði leiði saman hesta sína í prédikunum og fyrirlestrum í Skálholti 9.-11. október n.k. Nánar
Málþingaröðin Á nöfinni – hugsað um framtíð kirkjunnar er haldin um þessar mundir í Neskirkju. Það er framtíðarhópur kirkjuþings sem stendur fyrir samtalinu. Föstudaginn 23. september verður verkefni Kjalarnessprófastsdæmis um Þátttökukirkjuna gerð skil í erindi sr. Kristínar Þórunnar Tómasdóttur héraðsprests.
Kirkjuþingsfulltrúar í 1., 2. og 3. kjördæmi, sem eru Kjalarnesprófastsdæmi, Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Reykjavíkurfrófastsdæmi vestra, boða til fundar mánudaginn 26. september kl. 19:00 í Digraneskirkju í Kópavogi. Nánar
Á degi kærleiksþjónustunnar, 18. september, tók Bessastaðasókn í Kjalarnessprófastsdæmi á móti viðurkenningu fyrir víðtækt og öflugt sjálfboðaliðastarf. Evrópsku samtökin Eurodiaconia, sem þjóðkirkjan er aðili að, stóð að verðlaununum sem fulltrúar úr hópi sjálfboðaliða í Bessastaðasókn veittu viðtöku. Nánar
Haustfundur formanna sóknarnefnda með prófasti verður haldinn þriðjudaginn 20. september í safnaðarheimili Vídalínskirkju í Garðabæ. Fundir prófasts með formönnum sóknarnefnda eru haldnir tvisvar á ári, að vori og hausti. Nánar
Dagur kærleiksþjónustunnar í þjóðkirkjunni er 18. september. Í ár er athyglinni beint að starfi sjálfboðaliða sem fást við margvísleg verkefni í kirkjunni. Nánar
Nýlegar athugasemdir