Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2011

Af heilum hug í bókakaffi

Eftir Fréttir

Nóvember er bókamánuður í Kjalarnessprófastsdæmi! Fimmtudaginn 24. nóvember kemur sr. Jóna Hrönn Bolladóttir í heimsókn á skrifstofu prófastsdæmisins og ræðir um bók þeirra hjóna Af heilum hug, sem Björg Árnadóttir skrásetti. Nánar

Kirkjuþing hefst

Eftir Fréttir

Kirkjuþing verður sett í Grensáskirkju kl. 9 laugardaginn 12. nóvember. Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, flytur setningarræðu og Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, og Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, flytja ávörp. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, forseti guðfræði- og trúarbragðafræðideildar Háskóla Íslands flytur erindið „Kirkjan og kynferðisofbeldi Hvað höfum við lært? Hvernig höldum við áfram?“ Nánar

Fremjum gleðispjöll – Bænarý 11/11/11

Eftir Fréttir

Margmiðlunarguðsþjónustan Bænarý verður í Grensáskirkju föstudaginn 11. nóvember kl. 20. Þann dag fer fram kirkjuþing unga fólksins í Grensáskirkju.

Á Bænarý er nýjasta samskiptatækni notuð til boðunar og farsímar kirkjugesta gegna lykilhlutverki. Á Bænarý slökkvum við ekki á farsímunum og erum dugleg að taka myndir. Þrjú stór tjöld eru notuð við miðlunina og þar birtast á gagnvirkan hátt myndir, textar, skilaboð og bænir. Nánar

Dagur gegn einelti – kirkjuklukkum hringt

Eftir Fréttir

Í dag er dagur gegn einelti. Í tilefni af því verður kirkjuklukkum hringt kl. 13 í kirkjum um allt land og þannig minnt á þetta samfélagslega böl. Í hádeginu í dag verður opnaður nýr vefur á gegneinelti.is. Þar verður hægt að skrifa undir þjóðarsáttmála um jákvæð samskipti. Nánar