Dagana 29. okt – 5. nóv. fer fram kirkjulistavika í söfnuðum prófastsdæmisins. Fjölbreyttir viðburðir; leiksýning, tónleikar, málverkasýning, listasmiðjur, orgelbíó og margt fleira. Aðgangur ókeypis og verið öll hjartanlega velkomin. Smellið á viðburði hér fyrir neðan til að sjá nánari upplýsingar …
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður miðvikudaginn 25. október, kl. 17:30 í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.
Leiðarþing er einskonar auka héraðsfundur prófastsdæmisins og er haldinn í aðdraganda kirkjuþings á hverju hausti. Hér má finna málaskrá kirkjuþings 2023-2024 sem verður til kynningar og umræðu á fundinum.
Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþingið. Organistar og starfsfólk safnaðanna hefur rétt til fundarsetu og er fundurinn jafnframt opin öllu áhugafólki um kirkjulegt starf.
Verið velkomin á leiðarþing 2023 og neðangreint er dagskrá leiðarþingsins.
Dagskrá
17:30 Helgistund
17:45 Fundarstörf hefjast
• Kynning á úttekt á sameiningu prestakalla
• Kirkjuþingsfulltrúar greina frá helstu málum kirkjuþings
• Önnur mál
19:30 Kvöldverður
20:00 Fundarslit
Nýlegar athugasemdir