Skip to main content
Monthly Archives

september 2014

Biskup leitar umsagna

Eftir Fréttir

Heyrst hefur að biskup Íslands hafi sent bréf á þjónandi presta, djákna og formenn sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi. Í bréfinu auglýsir biskup eftir umsögnum um þjónandi presta í prófastsdæminu vegna tilvonandi útnefningar á nýjum prófasti. Sitjandi prófastur, dr. Gunnar Kristjánsson, hefur þegar farið yfir málið með formönnum sóknarnefnda á nýafstöðnum haustfundi. Þetta mun enda vera í fyrsta sinn sem formönnum sóknarnefnda er boðið formlega að veita slíka umsögn.

 

Haustfundir prófasts

Eftir Fréttir

Prófastur, Dr. Gunnar Kristjánsson, hélt í vikunni árlega haustfundi sína. Fyrst var fundað með prestum og djáknum á miðvikudeginum 19.sept og síðan með formönnum sóknarnefnda fimmtudaginn 19.sept. Prófastur gerði þar meðal annars kunnnugt að hann myndi vísitera allar sóknir prófastsdæmisins nú á þessu hausti. Prófastur fékk einnig að heyra af stöðu mála í söfnuðunum frá formönnum. Af því var ljóst að margt spennandi er á döfinni nú þegar hauststarf kirkna er farið af stað.  Að auki opnaði prófastur fyrir umræður um stöðu bænarinnar í almannarými og spunnust áhugaverðar umræður um málið bæði meðal presta & djákna sem og sóknarnefndaformanna.

Nýr starfsmaður Kjalarnesprófastsdæmis

Eftir Fréttir

Kjalarnessprófastdæmi hefur tímabundið fengið til liðs við sig nýjan starfsmann. Sá er Grétar Halldór Gunnarsson.  Grétar mun sinna margvíslegum störfum fyrir hönd prófastdæmisins fram að áramótum. Grétar er guðfræðingur að mennt og er með meistaragráðu frá Princeton Seminary í Bandaríkjunum. Hann er einnig við það ljúka doktorsnámi í guðfræði við Háskólann í Edinborg og hefur margvíslega reynslu af störfum fyrir þjóðkirkjuna. Kjalarnessprófastur og prófastsdæmið býður Grétar velkominn til starfa.

Tölvupóstfang Grétars er gretar.halldor.gunnarsson (hjá) kirkjan.is og hægt er að ná í hann í s. 664-6610