Skip to main content
Monthly Archives

mars 2011

Leiðtogaefni útskrifast

Eftir Fréttir

Í kvöld, 30. mars útskrifast 25 ungmenni úr Farskóla leiðtogaefna, en þetta er lokapunkturinn á farsælu starfi farskólans í vetur á Reykjavíkursvæðinu. Útskriftin fer fram í Dómkirkjunni kl. 20.00 og bjóða þátttakendur farskólans fjölskyldum sínum og leiðtogum til messu og að henni lokinni, kaffi í safnaðarheimili Dómkirkjunnar. Nánar

Yfirlitsræða prófasts á héraðsfundi

Eftir Fréttir

Mótlæti hefur aldrei dregið kjarkinn úr kirkjunni, sagan sýnir í reynd hið gagnstæða, mótlæti hefur ávallt orðið henni tilefni til siðbótar, til að líta í eigin barm og spyrja: hvað má betur fara hjá okkur, hvað getum við gert betur, hvernig snúum við vörn í sókn, hvernig verðum við betri kirkja, betri söfnuðir, trúverðugri fulltrúar Krists í þessum heimi?

Úr yfirlitsræðu prófasts á héraðsfundi Kjalarnessprófastsdæmis 9. mars.

Nánar

Liljur vallarins sýndar í Bíó Paradís

Eftir Fréttir

Liljur vallarins er ný íslensk heimildamynd eftir Þorstein Jónsson. Hún greinir frá lífinu í fallegri sveit og stórum sem smáum viðfangsefnum fólksins í sveitinni. Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir sýningu á Liljum vallarins og umræðum um myndina og efni hennar, mánudaginn 14. mars. Nánar