Skip to main content
Monthly Archives

október 2020

Prófastur vísiterar Garðasókn

Eftir Fréttir

Sunnudaginn 4. okt. kl. 14:00 mun prófastur, sr. Þórhildur Ólafs, prédika við sameiginlega guðsþjónustu Garða- og Bessastaðasóknar í Garðakirkju. Guðsþjónustan er hluti af vístasíu prófasts sem fram fer þennan dag í Vídalíns- og Garðakirkju, en áður hefur hún vísterað Bessastaðasókn. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og sr. Henning Emil Magnússon þjóna fyrir altari. Félagar í kór Vídalínskirkju syngja og organisti er Jóhann Baldvinsson. Allir velkomnir.

Prófastur vísiterar söfnuði prófastsdæmsins með reglubundnum hætti og í því felst að hún heimsækir kirkjur, safnaðarheimili, kirkugarða, grafreiti, áritar gerðabækur og á fund með sóknarnefnd, prestum og djáknum.