Skip to main content
Monthly Archives

nóvember 2015

Ráðstefna í leiðtogafræðum

Eftir Fréttir

Um helgina 6.-7. nóvember mun fara fram Global Leadership Summit á Íslandi. GLS er þekkt ráðstefna sem haldin er víðsvegar um lönd og miðar að því að efla fólk til leiðtogaverkefna. Mikið af áhugaverðum fyrirlesurum verða á ráðstefnunni og er það ástæða þess að Kjalarnessprófastsdæmi bauð prestum, djáknum og sóknarnefndarformönnum í prófastsdæminu að taka þátt. Fjöldamargir skráðu sig og munu vonandi hafa gagn af þessari metnaðarfullu ráðstefnu. Lesa má nánar um ráðstefnuna hér.