Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2015

Prófastur settur inn í embætti

Eftir Fréttir

Sunnudaginn 1. febrúar næstkomandi mun sr. Þórhildur Ólafs vera sett inn í embætti prófasts Kjalarnessprófastsdæmis. Biskup Íslands mun setja hana í í embættið og fer athöfnin fram kl. 17.00 í Hafnarfjarðarkirkju.  Skrifstofa prófastsdæmisins hvetur alla, leika og lærða innan prófastsdæmisins til að mæta.

Héraðsfundur

Eftir Fréttir

Miðvikudaginn 28, janúar næstkomandi verður héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis. Fundurinn fer fram í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju og hefst kl. 17.30. Mörg efni verða tekin fyrir á fundinum sem er sérstaklega merkilegur í ljósi þess að þetta verður síðasti héraðsfundur haldinn í prófaststíð dr. Gunnars Kristjánssonar.

Næsti prófastur hefur verið valinn!

Eftir Fréttir

Þau ánægjulegur tíðindi hafa borist að Agnes M. Sigurðardóttir biskup hefur tilkynnt hver verði næsti prófastur Kjalarnessprófastsdæmis. Sr. Þórhildur Ólafs, prestur í Hafnarfjarðarkirkju, mun taka við embættinu nú þegar Dr. Gunnar Kristjánsson lætur af störfum við lok mánaðarins. Þórhildur hefur um langt skeið búið og starfað í prófastsdæminu en hún var fyrst vígð til starfa í Hafnarfjarðarkirkju árið 1988. Hún er því vel kunnug sögu prófastsdæmisins og mörgum málefnum þess. Dr. Gunnar Kristjánsson, hefur óskað sr. Þórhildi til hamingju með valið og mun vera henni innan handar við að setja sig frekar inn í starf prófasts þegar þar að kemur.