Fimmtíu unglingar tóku þátt í söngmóti í Vatnaskógi um sl. helgi. Mótið var samstarfsverkefni Skógarmanna KFUM og Æskulýðsnefndar Kjalarnesprófastsdæmis. Mikil gleði og samkennd einkenndi mótið. Nánar
Leikmannastefna var haldin í Keflavíkurkirkju um helgina. Við upphaf stefnunnar flutti dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, ávarpið Á tímamótum sem hefur nú verið birt á Trú.is. Þar ræðir hann um stöðu kirkju og þjóðfélags og fjallar um eðli íslenskrar trúarmenningar og rætur hennar í siðbótarhreyfingu Marteins Lúthers. Nánar
Leikmannastefna þjóðkirkjunnar verður haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju dagana 13 og 14. apríl 2012. Yfirskrift stefnunnar er að þessu sinni Er kirkjan á krossgötum? – Þjóðkirkjufrumvarpið í undirbúningi. Nánar
Vaktu með Kristi er næturlöng dagskrá fyrir ungt fólk í æskulýðsstarfi kirkjunnar sem er haldin aðfararnótt föstudagsins langa. Að þessu sinni er næturvakan haldin í Neskirkju. Unglingarnir og leiðtogar þeirra leiða hugann að atburðum næturinnar þegar Jesús var svikinn og samfélaginu sem hann átti með lærisveinum sínum. Nánar
Laugardaginn 7. apríl kl. 16.00 verða haldnir tónleikar í kirkjunni á Reynivöllum í Kjós, til styrktar bágstöddum hér innanlands.
Flytjendur á þessum tónleikum eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson organleikari.
Flutt verða verk eftir J.S.Bach, Charles Gounod, Camille Saint-Saëns og Felix Mendelssohn. Nánar
Nýlegar athugasemdir