Skip to main content
Monthly Archives

apríl 2012

Á tímamótum

Eftir Fréttir

Leikmannastefna var haldin í Keflavíkurkirkju um helgina. Við upphaf stefnunnar flutti dr. Gunnar Kristjánsson, prófastur í Kjalarnessprófastsdæmi, ávarpið Á tímamótum sem hefur nú verið birt á Trú.is. Þar ræðir hann um stöðu kirkju og þjóðfélags og fjallar um eðli íslenskrar trúarmenningar og rætur hennar í siðbótarhreyfingu Marteins Lúthers. Nánar

Unglingar vaka með Kristi

Eftir Fréttir

Vaktu með Kristi er næturlöng dagskrá fyrir ungt fólk í æskulýðsstarfi kirkjunnar sem er haldin aðfararnótt föstudagsins langa. Að þessu sinni er næturvakan haldin í Neskirkju. Unglingarnir og leiðtogar þeirra leiða hugann að atburðum næturinnar þegar Jesús var svikinn og samfélaginu sem hann átti með lærisveinum sínum. Nánar

Tónleikar til styrktar söfnunar Hjálparstarfs Kirkjunnar innanlands

Eftir Fréttir

Laugardaginn 7. apríl kl. 16.00 verða haldnir tónleikar í kirkjunni  á Reynivöllum í Kjós, til styrktar bágstöddum hér innanlands.

Flytjendur á þessum tónleikum eru Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Haukur Guðlaugsson organleikari.
Flutt verða verk eftir J.S.Bach, Charles Gounod, Camille Saint-Saëns og Felix Mendelssohn. Nánar