Skip to main content
Monthly Archives

janúar 2012

Sr. Árni Svanur Daníelsson leysir af sem héraðsprestur

Eftir Fréttir

Sr. Árni Svanur Daníelsson leysir sr. Kristínu Þórunni Tómasdóttur af í fæðingarorlofi hennar frá 7. janúar til 7. júlí á þessu ári. Sr. Árni Svanur starfar sem verkefnisstjóri og vefprestur á Biskupsstofu og verður í leyfi frá þeirri stöðu á meðan hann leysir af í prófastsdæminu. Hann er vel kunnugur í prófastsdæminu því hann leysti sr. Kristínu Þórunni af í 50% stöðu frá 1. október 2011.

Kjörskrá lögð fram 1. febrúar – kynningarfundir um allt land

Eftir Fréttir

Nýr biskup verður kjörinn á þessu ári. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, hefur beðist lausnar frá 30. júní. Kirkjuráð fjallaði um kjörið á fundi sínum í gær og beindi þeim tilmælum til kjörstjórnar við biskupskjör að kjörskrá verði lögð fram 1. febrúar og að kynningarfundir verði haldnir í öllum landshlutum. Nánar

Prédikanir og pistlar um jól og áramót

Eftir Fréttir

Prestarnir í Kjalarnessprófastsdæmi þjónuðu í rúmlega 60 messum, guðsþjónustum og helgistundum um jólin. Nokkrar af prédikununum þeirra hafa birst á vefnum Trú.is. Þar hrósa prestarnir og brýna, uppörva, hvetja til góðra verka og varpa ljósi á helgi jólanna, endurlit áramótanna og von nýja ársins. Nánar