Skip to main content
Monthly Archives

maí 2010

Formannafundur á vormisseri 5. maí

Eftir Fréttir

Vorfundur prófasts Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, Strandbergi, miðvikudaginn 5. maí kl. 17:30 – 21. Vænst er þátttöku allra formanna sóknarnefnda í prófastsdæminu.

Vorfundur presta og djákna 4. maí

Eftir Fréttir

Vorfundur prófasts með prestum og djáknum Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn í safnaðarheimili Hafnafjarðarkirkju, Strandbergi, 4. maí kl. 9 – 12. Vænst er þátttöku allra presta og djákna.

Frjálslynd guðfræði í nýju ljósi, málþing 20. -21. maí

Eftir Fréttir

Á málþingi Kjalarnessprófastsdæmis um frjálslynda þjóðkirkjuhefð sem haldið verður í Reykholti 20-21. maí 2010 verður prófessor emeritus Klaus-Peter Jörns gestur okkar og aðalfyrirlesari. Málþinginu er ætlað að skoða inntak þeirrar guðfræði sem liggur þjóðkirkjuhugsjóninni til grundvallar og jafnframt verður hugað að endurvakningu þessarar hefðar í samtímaguðfræði og kirkjulífi. Málþingið er öllum opið. Sjá dagkrá. Nánar

U2 messa í Haukaheimilinu í Hafnarfirði 13. maí kl. 20:00

Eftir Fréttir

G e g n  f á t æ k t  o g  ó j ö f n u ð i 

Söfnuður Ástjarnarkirkju býður upp á U2 messu á uppstigningardag, 13. maí, kl. 20:00 í Haukaheimilinu í Hafnarfirði. 
Kór Ástjarnarkirkju syngur undir stórn Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur. 
Sérstakir gestasöngvarar verða Regína Ósk og Svenni Þór. 
Hljómsveit Hjartar Howser leikur undir, en hana skipa auk hans, Egill Rafnsson og Haraldur Þorsteinsson. 
Sr. Kjartan Jónsson og Sr. Bára Friðriksdóttir leiða stundina. Sjá nánar hér Nánar

U2-messan féll í góða jörð

Eftir Fréttir

Ástjarnarsöfnuður bauð upp á U2-messu á uppstigningardag undir yfirskriftinni Gegn fátækt og ójöfnuði. Kirkjukórinn söng eingöngu U2-lög, sem sr. Gunnar Sigurjónsson, sóknarprestur í Digraneskirkju þýddi sérstaklega fyrir tilefnið, í útsetningu Helgu Þórdísar Guðmundsdóttur tónlistarstjóra safnaðarins sem stjórnaði kórnum. Hljómsveit Hjartar lék undir en Regína Ósk og Svenni Þór voru gestasöngvarar. Prestarnir Bára Friðriksdóttir og Kjartan Jónsson leiddu stundina. Í lok guðsþjónustunnar gafst gestum kostur á að láta fé af hendi rakna til Hjálparstarfs kirkjunnar. Guðsþjónustan tókst frábærlega vel og hátíðarsalur Haukaheimilisins var troðfullur. Margir urðu að standa.

Myndir á kirkjan.is, í Fjarðarpóstinum og á vef Ástjarnarkirkju.