Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 23. nóvember, kl. 17.30 í Strandbergi, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju.Öllum þjónandi prestum, djáknum, formönnum sóknarnefnda og safnaðarfulltrúum ber að sækja leiðarþing. Organistar og annað starfsfólk safnaðanna á rétt til fundarsetu.
Í tilefni þess að árið 2017 eru liðin 500 ár frá trúasiðbót Marteins Lúthers gefur Kjalarnessprófastsdæmi út bókina „Lútherslestrar – fyrir hvern dag ársins.“ Í bókinni eru lestrar fyrir hvern dag ársins með ritningargreinum ásamt íhugunartextum úr ritsafni Lúthers í þýðingu dr. Gunnars Kristjánssonar.
Nýlegar athugasemdir