Nefnd á vegum Kjalarsessprófastsdæmis hélt vinnufund í Víðistaðakirkju 3. júní til að undirbúa tillögu að menntabraut fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar. Fulltrúum guðfræðideildar , dr. Pétri Péturssyni, og menntasviðs Háskóla Íslands, dr. Gunnari J. Gunnarssyni, var boðið á fundinn ásamt fulltrúa djáknafélagsins, Magneu Sverrisdóttur. Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni, greindi frá tilhögun menntunar slíks starfsfólks lúthersku kirknanna í Þýskalandi og sr. Guðrún Karlsdóttir frá tilhögun hennar í Svíþjóð. Nánar
Árlegur haustfundur prófasts með prestum og djáknum verður haldinn í safnaðarheimili Lágafellssóknar fimmtudaginn 9. september kl. 9:30-12:30.
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið 6. október kl. 17-21 í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju. Dagskráin verður send út síðar.
Haustfundur prófasts Kjaranessprófastsdæmis með formönnum sóknarnefnda og gjaldkerum verður haldinn í safnaðarheimili Víðistaðakirkju 7. september kl. 17-20. Á fundinum verður m.a. fjallað um fjármál safnaðanna.
Nýlegar athugasemdir