Barnakóramót prófastsdæmisins fór fram í Vídalínskirkju 10 . nóvember síðastliðinn undir yfirskriftinni: „Við flytjum friðarins kveðju“ Um 110 börn og unglingar tóku þátt í deginum sem hófst með sameiginlegri æfingu kóranna. Mótinu lauk með vel heppnuðum tónleikum þar sem boðið var upp á fjölbreytta efnisskrá þar sem friður var þemað. Hvert sæti var skipað í Vídalínskirkju og þurfti að bæta við stólum, en um 500 manns sóttu tónleikana. Ásamt kórunum kom fram Friðrik Ómar og þeim lauk með tónlistaratriði frá VÆB. Tónleikarnir voru í beinu streymi sem er hægt að nálgast á Facebóksíðu prófastsdæmisins.
Kórarnir sem tóku þátt voru: Himinn og jörð og Regnbogaraddir frá Keflavíkurkirkju, unglingakór Hafnarfjarðarkirkju, skólakór Sandgerðisskóla, barna- og unglingakór Vídalínskirkju og Söngfuglar – barnakór Víðistaðakirku. Við þökkum kórnunum fyrir þátttökuna og barnakórstjórunum fyrir þeirra dýrmæta framlag einkum Arnóri B. Vilbergssyni, organista Keflvíkurkirkju, sem hafði veg og vanda að undirbúningi mótsins og tónleikanna. Einnig starfsfólki Vídalínskirkju fyrir hlýjar og góðar móttökur.
Nýlegar athugasemdir