Mánudaginn 23. janúar, kl. 20:00 verður samkirkjuleg bænastund með þátttöku frá Hvítasunnukirkjunni, Aðventkirkjunni, Kaþólsku kirkjunni og Þjóðkirkjunni. Bænastundin verður í Ástjarnarkirkju, Kirkjuvöllum 1, Hafnarfirði. Verum öll hjartanlega velkomin.
Bænastundin er hluti af dagskrá alþjóðlegrar samkirkjulegri bænaviku og í ár er hún tileinkum fimm alda minningu siðbótarinnar. Efni bænavikunnar kemur frá Þýskalandi og áhersla er lögð á að fagna kærleika Krists sem knýr kristið fólk til að iðka sátt og stuðla að samlyndi í daglegri trúargöngu sinni.
Nýlegar athugasemdir