Námskeið fyrir presta, djákna, æskulýðsfulltrúa og aðra þá sem standa fyrir barna- og unglingastarfi í kirkjunni og KFUM og KFUK, verður haldið föstudaginn 12. nóvember kl. 10-15 í Hjallakirkju Kópavogi.
Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða áhrif kynferðislegt ofbeldi hefur á þolendur með sérstakri áherslu á börn og unglinga. Þá verður fjallað um verkferla kirkjunnar í meðferð kynferðisbrota. Það er mikilvægt að starfsfólk þekki þær reglur og verkferla sem fyrir hendi eru komi upp ásakanir um kynferðislegt ofbeldi. Gefinn verður góður tími til fyrirspurna og umræðna um málefnið.
Dagskrá
10.00 Helgistund
10.30 Sr. Gunnar Rúnar Matthíasson kynnir verkferla Fagráðs um
meðferð kynferðisbrota. Umræður um hvernig bregðast skuli við komi slík mál upp.
12.00 Matur
13.00 Ólöf Ásta Farestveit ræðir um einkenni ofbeldis. Umræður.
15.00 Helgistund
Skráning fer fram á fræðslusviði Biskupsstofu á netfangið kristin.arnardottir@kirkjan.is fyrir miðvikudaginn 10. nóvember
Verð: 4.500 kr.
Námskeiðið er samvinnuverkefni Kjalarnessprófastsdæmis, ÆSKR, ÆSKÞ, Biskupsstofu, KFUM. og KFUK.
Vinsamlegast athugið að þetta er breyting frá áður auglýstri dagskrá sem var dreift á Leiðarþingi. Námskeiðið er haldið föstudaginn 12. nóvember en ekki laugardaginn 13. nóvember.
Nýlegar athugasemdir