Fimmtudaginn 14. janúar verður settur upp umræðuvettvangur um stöðu tónlistarinnar í kirkjunni á vegum Kjalarnessprófastsdæmis. Munu Prestar, organistar og djáknar prófastsdæmisins mæta og taka þátt. Umræðuna mun leiða Margrét Bóasdóttir, verkefnisstjóri kirkjutónlistar. Það verður spennandi að heyra hvað fólk hefur að segja og hvaða stefnu samtalið tekur.
Nú þegar nýtt ár er lagt af stað þá hefur skrifstofa Kjalarnessprófastsdæmis útbúið nýja dagskrá. Dagskráin tekur til helstu viðburða ársins 2016 eins og þeir snúa að sóknarnefndarformönnum, prestum, djáknum og organistum prófastsdæmisins. Dagskrána má finna hér til hliðar undir flipanum „dagatal.“ Sjáumst sátt á nýju starfsári.
Nýlegar athugasemdir