Skip to main content
Monthly Archives

desember 2024

„Sjá, himins opnast hlið“ – Jóladagatalið 2024

Eftir Fréttir

Kjalarnessprófastsdæmi í samstarfi við Þjóðkirkjuna og Reykjavíkurprófastsdæmi eystra og Vesturlandsprófstsdæmi stendur nú í fimmta skiptið fyrir jóladagatali.

Yfirskrift dagatalsins í ár er: „Sjá, himins opnast hlið“ og er sótt í sálm nr. 36 eftir Björn Halldórsson frá Laufási.

Fyrir hvern dag desember fram að jólum er opnaður nýr gluggi með uppörvandi myndbandi sem varir í eina mínútu. Fólk með margs konar bakgrunn úr starfi kirkjunnar fjallar um boðskap og innihald aðventunar.

Myndböndin eru tekin upp í kirkjum Kjalarnessprófastsdæmis, einnig í Reykjavík og Snæfellsnesi.

Jóladagatalið má finna hér.