Héraðsfundur Kjalarnessprófastsdæmis verður þriðjudaginn 6. maí í Víðistaðakirkju kl. 17:30-20:30.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
- Helgistund
- Kosning fundarstjóra og fundarritara
- Skýrsla héraðsnefndar um starfsemi liðins árs þar sem m.a. skal getið um framkvæmd ályktana og samþykkta síðasta héraðsfundar
- Ársreikningar héraðssjóðs til samþykktar fyrir árið 2024
- Starfsáætlun héraðsnefndar þ.m.t. styrkir og fjárhagsáætlun héraðssjóðs fyrir árið 2025 til samþykktar
- Starfsskýrslur sókna, nefnda, héraðsprests og annarra starfsmanna prófastsdæmisins lagðar fram svo og ársreikningar sókna og kirkjugarða
- Mál er varða kirkjuþing, tekin til umfjöllunar og afgreiðslu
- Samþykktir prestastefnu og leikmannastefnu kynntar
- Ákvörðun um greiðslur til kjörinna héraðsnefndarmanna fyrir störf þeirra á liðnu ári
- Sameiginleg mál sóknarnefnda er varða rekstur og starfsmannahald
- Kosningar
- Aðrar kosningar eða tilnefningar sem heyra undir héraðsfund
- Önnur mál
- – „Vísa mér veg þinn Drottinn“ – um pílagrímaferðir og Jakobsveg. Sr. Elínborg Sturludóttir, Dómkirkjuprestur.
Samkvæmt starfsreglum um héraðsfundi og héraðsnefndir nr. 965/2006 er héraðsfundur aðalfundur prófastsdæmis og fjallar um málefni sem varða starf þjóðkirkjunnar í prófastsdæminu og samræmir og markar sameiginlegt kirkjustarf í prófastsdæminu. Þar fara fram starfsskil héraðsnefndar vegna síðasta árs, svo og reikningsskil héraðssjóðs.
Á héraðsfund mæta þjónandi prestar og djáknar í prófastsdæminu, safnaðarfulltrúar og formenn sóknarnefnd eða varamenn þeirra, kirkjuþingsmenn og fulltrúar prófastsdæmisins á leikmannastefnu. Starfsmönnum sókna og prófastsdæmis svo og öllum áhugamönnum innan þjóðkirkjunnar um kirkjuleg málefni er heimilt að mæta á héraðsfundi með málfrelsi og tillögurétt. Á héraðsfundi hafa atkvæðisrétt tveir fulltrúar frá hverri sókn og starfandi prestar og djáknar.
Verið velkomin á héraðsfund Kjalarnessprófastsdæmi.
Nýlegar athugasemdir