Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Valnefndarfundur í Garðaprestakalli verður 9. júní.

Eftir Fréttir

Valnefndarfundur í Garðaprestakalli verður 9. júní en umsóknarfrestur um prestakallið rann út 20. maí, fimm umsækjendur eru um prestakallið: Cand. theol. Guðbjörg Ólöf Björnsdóttir, séra Guðbjörg Jóhannesdóttir, séra Hannes Björnsson, séra Hans Guðberg Alfreðsson og séra Þórhildur Ólafs. Embættið verður veitt frá 1. sept. n.k.

Verkefnið Opin kirkja hefst um miðjan júní

Eftir Fréttir

Verkefnið Opin kirkja hefst um miðjan júní. Það felst í því að flestar kirkjur í prófastsdæminu verða opnar ferðamönnum og boðið verður upp á leiðsögn um kirkjuna á íslensku og erlendum tungumálum. Sr. Þórhallur Heimisson starfandi héraðsprestur heldur námskeið fyrir þá sem munu sýna kirkjurnar í Kálfatjarnarkirkju 3. júní. Bæklingi með myndum af öllum kirkjunum ásamt upplýsingum um opnunartíma verður dreift til ferðamanna. Verkefnið var samþykkt á héraðsfundi 2009.