Vegna vaxandi umsvifa í Tjarnarprestakalli og mikillar fjölgunar íbúa þar á undanförnum misserum hefur sr. Kjartan Jónsson héraðsprestur verið fenginn til að létta undir með sr. Báru Friðriksdóttur sóknarpresti og hefur hann þjónað í prestakallinu frá byrjun október í 60 – 70 % starfi. Íbúar í prestakallinu eru nú um 7.000. Tveir söfnuðir eru Tjarnarprestakalli, Ástjarnarsókn og Kálfatjarnarsókn. Nánar
Mikill hugur var í sóknarnefnd og starfsfólki Átjarnarsóknar á fyrsta fundi stefnumótunarvinnu safnaðrins sem haldinn var 5. nóvember í safnaðarheimili Ástjarnarkirkju. Viðfangsefnið var framtíð safnaðarins og áherslur í starfi. Nánar
Nýlegar athugasemdir