Heyrst hefur að biskup Íslands hafi sent bréf á þjónandi presta, djákna og formenn sóknarnefnda í Kjalarnessprófastsdæmi. Í bréfinu auglýsir biskup eftir umsögnum um þjónandi presta í prófastsdæminu vegna tilvonandi útnefningar á nýjum prófasti. Sitjandi prófastur, dr. Gunnar Kristjánsson, hefur þegar farið yfir málið með formönnum sóknarnefnda á nýafstöðnum haustfundi. Þetta mun enda vera í fyrsta sinn sem formönnum sóknarnefnda er boðið formlega að veita slíka umsögn.
Nýlegar athugasemdir