Í tilefni 500 ára siðbótarafmælinu árið 2017 stendur Kjalarnessprófastsdæmi fyrir tveimur tónleikum með fjölbreyttri efniskrá og frumflutningi á Lútherskantötu í samstarfi við kirkjukóra og organista prófastsdæmisins og Sinfóníuhljómsveit áhugamanna. Tónleikarnir verða laugardaginn 28. október, kl. 16:00 í Víðistaðakirkju og sunnudaginn 29. október kl. 16:00 í Hljómahöllinni, Reykjanesbæ. Nánar
Á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar 5. mars síðastliðinn tóku börn og unglingar á Suðurnesjum, Kjalarnesi, Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi höndum saman og söfnuðu fyrir steinhúsum fyrir munaðarlaus börn í Úganda. Þau stóðu m.a. fyrir kaffisölu, kaffihúsi, fjáröflunarbingó og einnig var safnað framlögum með samskotum við guðsþjónustur. Nokkrar kirkjur munu halda söfnuninni áfram út vorið, en nú hafa safnast 287.227.- kr. og fyrir þá upphæð er hægt að byggja tvö steinhús fyrir munaðarlaus börn.
Á næstu vikum munu 717 börn í söfnuðum Kjalarnessprófastsdæmis stíga fram, krjúpa við altarið og staðfesta að þau vilji leitast við að hafa Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Börnin munu fermast í 52 messum í kirkjum í Hafnarfirði, Garðabæ, Mosfellsbæ, Kjós, á Kjalarnesi og Suðurnesjum. Yfir 3000 börn fermast árlega í söfnuðum Þjóðkirkjunnar. Nánar
Æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar er næstkomandi sunnudag 5. mars. Þá taka börn og unglingar virkan þátt í helgihaldi kirkjunnar og leggja gott að mörkum og láta til sín taka. Unga fólkið í Kjalarnessprófastsdæmi mun sameinast um að hjálpa munaðarlausum börnum í Úganda að eignast heimili í steinhúsi. Það veitir skjól fyrir vindi, rigningu og nætursvalanum og er einnig vörn gegn smiti og veikindum. Af bárujárnsþakinu er hægt að safna vatni og munaðarlausir unglingar læra handverk með því að taka þátt í að byggja húsin. Nýtt hús gefur bjartsýni og von og er margföld blessun. Að verkefninu kemur Hjálparstarf kirkjunnar og fer söfnunin fram með fjölbreyttum hætti. Nánar
Nýlegar athugasemdir