Kirkjulistavika í söfnuðum prófastsdæmisins fer fram 29. október – 5. nóvember. Þema vikunnar er sótt í Sl. 8:2: „Þú breiðir ljóma þinn yfir.“
Kirkjulistavikan fer fram með þeim hætti að samstarfssvæðin taka sig saman og standa fyrir viðburðum, sýningum og tónleikum alla vikuna. Einnig verður listum og menningu gerð góð skil í guðsþjónustum við upphaf vikunnar þann 28. október.
Þema vikunnar er sótt í Sálm 8:2 „Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn“ sem fjallar um Guð sem breiðir út ljóma sinn með því að skapa og gefa líf og þrá mannsins að næra og blómga fagurt mannlíf. Það tengist jafnframt allra heilagra messu sem er lokadagur menningarviku Kjalarnessprófastsdæmis. Dagur sem er helgaður minning látinna ástvina, sem eru eins og ljós á vegferð okkar í gegnum lífið og til vitnisburðar um kærleika og ljóma Guðs. Markmið vikunnar er að minna á Guðs góðu sköpun sem birtir ljóma Guðs og minna á mennigararf kirkjunnar. Tónlist, kórastarf, myndlist og margvíslegt annað lista- og menningarstarf hefur verið áberandi í kirkjunni um aldir. Tilgangurinn er að styðja við og efla tengsl kirkju og listar með fjölbreyttum hætti.
Starfshópur er starfandi sem heldur utan um undirbúninginn, en í honum eiga sæti Jóhann Baldvinsson, Arnór B. Vilbergsson, sr. Arna Grétarsdóttir og Soffía Sæmundsdóttir. Þau eru einnig reiðubúinn að aðstoða söfnuði með að setja saman dagskrá og finna viðburði.
Nýlegar athugasemdir