Skip to main content

Þátttökukirkja og ungmennalýðræði

Eftir Fréttir

Skemmtilegt og fróðlegt námskeið um þátttökukirkjuna og ungmennalýðræði verður haldið í Skálholti 2. febrúar. Æskulýðsvettvangurinn á suðvestuhorninu í samstarfi við Biskupsstofu og ÆSKÞ stendur fyrir námskeiðinu, með þátttöku frá kirkjuþingi og kirkjuþingi unga fólksins. Fjallað verður um hvernig kirkjan getur virkjað og vætt ungt fólk á öllum aldri til þátttöku í lifandi og ábyrgu samfélagi, undir yfirskriftinni HUNANG, sem vísar til hinnar sætu afurðar samstarfs og skipulags.  Nánar

Lofsöngurinn ómar í Garðabænum

Eftir Fréttir

Í Vídalínskirkju eru starfræktir tveir gospel kórar sem eru kenndir við engan annan en meistara Jón Vídalín, þann andans jöfur og merkisklerk. Það er líka magnaður andi sem svífur yfir vötnum þegar hlýtt er á nýjan geisladisk með kórunum sem ber nafnið Hallelujah Anyhow. Nánar

Súpa eftir messu verður að jólaglaðningi

Eftir Fréttir

Allir krakkar og vinir þeirra hafa yfir miklu að kætast nú þegar nýr mynddiskur með Hafdísi og Klemma bætist í safnið. Keflavíkurkirkja fer skemmtilega leið til að leyfa sem flestum að njóta efnisins, m.a. með því að selja súpu eftir sunnudagsguðsþjónustur. Nánar

Auður Ava á aðventufundi

Eftir Fréttir

Fastur liður á jólaföstu er að prestar og djáknar í Kjalarnessprófastsdæmi hittast og ræða prédikunarundirbúning hátíðanna. Venjan er að fá rithöfund eða listafólk til að taka þátt í samtalinu og í ár er það Auður Ava Ólafsdóttir, sem heiðrar fundinn með nærveru sinni.  Nánar

Kirkjuþing unga fólksins

Eftir Fréttir

Kirkjuþing Unga fólksins verður haldið föstudaginn 9. nóvember í Grensáskirkju. Það er vettvangur fyrir ungt fólk til að koma sjónarmiðum og skoðunum sínum á framfæri við yfirstjórn kirkjunnar. Nánar

Frelsið í fókus

Eftir Fréttir

Um fjörutíu prestar, guðfræðingar og guðfræðinemar tóku þátt í tveggja daga prédikunarseminari í Skálholti 7.-9. október. Þetta var tíunda prédikunarseminarið sem Kjalarnessprófastsdæmi stendur fyrir, með það að markmiði að auka þekkingu og færni presta til að takast á við þetta mikilvægasta hlutverk sitt, sem er að prédika fagnaðarerindið í samtímanum. Nánar