Þjóðkirkjan stendur fyrir söfnun í kirkjum landsins fyrir fjölskyldur og heimili sem orðið hafa illa úti í hruninu. Söfnunarfé rennur til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Mælst er til þess að almenn samskot verði í guðsþjónustum. Einnig verður hægt að gefa beint til Hjálparstarfsins. Nánar
Leiðarþing Kjalarnessprófastsdæmis verður haldið fimmtudaginn 8. október í Víðistaðakirkju. Leiðarþing sitja fulltrúar sóknanna í prófastsdæminu, sem eru sautján talsins. Nánar
Námskeið um notkun Facebook í kirkjustarfi verður haldinn í Kjalarnessprófastsdæmi föstudaginn 9. október en Facebook er einn mest sótti vefurinn á Íslandi í dag og líklega mest sótti samskiptavefurinn. Nánar
Valnefnd Hafnarfjarðarprestakalls ákvað á fundi sínum í gær, 2. september, að velja Guðbjörgu Jóhannesdóttur prest við Hafnarfjarðarkirkju. Nánar
Nú stendur yfir stjórnunanámskeið fyrir presta, djákna og guðfræðinga í Keili á Reykjanesi. Bryndís Blöndal fræðir þátttakendur um ólíkar leiðir í ágreinings- og breytingastjórnun.
Kjalarnessprófastsdæmi hefur ráðið Móeiði Júníusdóttur, guðfræðinema, til þess að endurskoða fermingarfræðsluefni og kennslufræði fermingarstarfanna. Nánar
Nýlegar athugasemdir