Skip to main content
Flokkur

Fréttir

Jógaslökun og fyrirbænarþjónusta fyrir konur

Eftir Fréttir

Í Vídalínskirkju í Garðabæ er að hefjast nýjung í safnaðarstarfi á Íslandi sem sprettur upp úr bænahópi kvenna í kirkjunni. Bænahópurinn hefur verið starfræktur í tvö ár en í haust var ákveðið að þróa bænastarfið áfram og finna leiðir til að bjóða fleiri konum í hópinn. Nánar

Söfnuðir vilja öflugan samstarfsvettvang

Eftir Fréttir

Haustfundir presta og sóknarnefndarfólks með prófasti, fjölluðu um málefni þjóðkirkjunnar á landsvísu og heima í héraði. Söfnuðirnir vilja styrkja starfið í heimabyggð og efla samstarfsvettvang til að mæta þrengri fjárhag og erfiðu starfsumhverfi. Nánar

Vinnufundur um framtíð æskulýðsstarfs kirkjunnar

Eftir Fréttir

Nefnd á vegum Kjalarsessprófastsdæmis hélt vinnufund í Víðistaðakirkju 3. júní til að undirbúa tillögu að menntabraut fyrir starfsfólk í æskulýðsstarfi Þjóðkirkjunnar. Fulltrúum guðfræðideildar , dr. Pétri Péturssyni, og menntasviðs Háskóla Íslands, dr. Gunnari J. Gunnarssyni, var boðið á fundinn ásamt fulltrúa djáknafélagsins, Magneu Sverrisdóttur. Pétur Björgvin Þorsteinsson, djákni, greindi frá tilhögun menntunar slíks starfsfólks lúthersku kirknanna í Þýskalandi og sr. Guðrún Karlsdóttir frá tilhögun hennar í Svíþjóð. Nánar

Hjólreiðamessa á Reykjanesskaga

Eftir Fréttir

Næstkomandi sunnudag verður efnt til óvenjulegrar guðsþjónustu suður með sjó. Hjólað verður á milli kirkna á utanverðum Reykjanesskaganum og á hverjum stað verður einn liður messunnar fluttur. Nánar

Formannafundur á vormisseri 5. maí

Eftir Fréttir

Vorfundur prófasts Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, Strandbergi, miðvikudaginn 5. maí kl. 17:30 – 21. Vænst er þátttöku allra formanna sóknarnefnda í prófastsdæminu.

Vorfundur presta og djákna 4. maí

Eftir Fréttir

Vorfundur prófasts með prestum og djáknum Kjalarnessprófastsdæmis verður haldinn í safnaðarheimili Hafnafjarðarkirkju, Strandbergi, 4. maí kl. 9 – 12. Vænst er þátttöku allra presta og djákna.